
Jónas Þór Jónasson hrl.
lögmaður/eigandi
Réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum, Landsrétti og Hæstarétti
Jónas lauk fullnaðarprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2001. Frá útskrift til ársins 2003 starfaði Jónas sem löglærður fulltrúi Sýslumannsins á Seyðisfirði. Á árinu 2003 öðlaðist þá réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi og sama ár hóf hann störf sem löglærður fulltrúi hjá Lögmenn Borgartúni 18 sf., lögmannsstofu lögmannanna Jónasar Haraldssonar og Friðriks Á. Hermannssonar. Á árinu 2005 stofnuðu feðgarnir Lögmenn Jónas & Jónas Þór sf. en á árinu 2021 stofnaði Jónas Lögmenn Jónas Þór slf. Á árinu 2009 öðlaðist Jónas réttindi til málflutnings í Hæstarétti. Hann hefur frá upphafi starfað náið með sjómönnum og stéttarfélögum þeirra og hefur mikla reynslu af réttindamálum sjómanna, einkum slysa- og veikindamálum og séð um innheimtu bóta vegna vinnuslysa sjómanna og annarra launþega, en einnig innheimtu annarra slysa- og skaðabóta svo sem vegna umferðarslysa o.fl. Auk þess hefur Jónas sinnt alls kyns öðrum lögfræðilegum málum þó svo málefni sjómanna hafi verið efst á baugi.